Guðmundur Thorsteinsson

Guðmundur Thorsteinsson (Muggur) fæddist á Bíldudal 5. september 1891. Hann átti við vanheilsu að stríða síðustu ár ævi sinnar og dvaldi þá löngum erlendis sér til heilsubótar. Hann lést í Danmörku vorið 1924, 32 ára að aldri.

Muggur lét eftir sig fjölda merkra mynda, þar á meðal altaristöfluna Kristur læknar sjúka, sem hann málaði á Ítalíu árið 1921. Hann hafði gaman af að segja sögur, enda var hann mjög barngóður og hafði einstaka innsýn í sálarlíf barna.